Xen-Tan Scent Secure Gold - Brúnkukrem með gulli (236 ml)

3.534 kr 1.000 kr

Ilmandi gullkrem sem gefur húðinni dökka, fallega og gullslegna áferð. Fullkomið við sérstök tilefni en gefur ekki varanlegan lit. Inniheldur flögur úr 24K gulli. Notist að vild

Litur sem hentar öllum
 

Magn: 236 ml

 

 

Áður en hafist er handa

Undirbúningurinn fyrir sjálfbrúnkumeðferðir er lykilatriði til þess að ná fram eins náttúrulegum og jöfnum lit og hægt er. Það er ótrúlegt hvað það getur haft mikið að segja, þannig að það er þess virði að fylgja nokkrum einföldum skrefum til þess að tryggja það að árangurinn verði sem bestur og langvarandi.

24 tímum fyrir meðferð: Vertu búin að raka eða vaxa öll svæði sem gætu þurft á því að halda – rakstur eða vaxmeðferðir í kjölfar sjálfbrúnkumeðferða geta haft slæm áhrif á litarútkomuna.

Á þessum tíma er einnig gott að skrúbba líkamann vel, en þá er gott að nota olíulausan skrúbb og leggja sérstaklega áherslur á að skrúbba þurr svæði eins og olnboga, hné og ökla vel. Xen-Tan líkamsskrúbburinn er sérstaklega áhrifaríkur. Einnig er gott að bera gott olíulaust rakakrem á líkamann.

Rétt fyrir meðferð: Fjarlægja skal allan farða, krem, svitalyktaeyðir eða hvað það sem gæti hindrað brúnkukremið frá því að komast inn í húðina, þar sem þetta gæti gert það að verkum að liturinn verður ójafn. Gott er að bera þunnt lag af olíulausu rakagefandi kremi á olnboga, hné og ökla en forðist að bera kremið annarsstaðar á líkamann.

Á meðan á brúnkumerðferð stendur
Þegar undirbúningnum er lokið er kominn tími á sjálfa brúnkumeðferðina. Ef þú ert að prufa í fyrsta sinn, taktu því bara rólega og gefðu þér góðan tíma – það liggur ekkert á og þú munt fljótlega komast upp á lagið með aðferðina

Brúnkuhanski – Við mælum eindregið með því að nota þar til gerðan hanska við sjálfbrúnkumeðferð. Hanskinn gefur mjúka og mun jafnari áferð og útilokar nánast ójafnan húðlit. Eins verndar hanskinn hendurnar. Gæða brúnkuhanskinn frá Xen-Tan er mjög hentugur og flýtir fyrir. Sumum þykir gott að nota berar hendurnar eða einnota hanska. Við mælum þó ekki með notkun latex hanska þar sem þeir geta valdið ójafnri eða flekkóttri útkomu.

Leiðbeinandi litur – sumar vörur gefa húðinni samstundis leiðbeinandi lit þannig að hægt sé að sjá hvar búið er að bera kremið á. Hins vegar hafa ljósustu kremin og þau sem byggja smátt og smátt upp lit húðarinnar ekki þennan brúna lit, þannig að við notkun á þeim kremum er gott að vera vel vakandi fyrir því hvar búið er að bera kremið á. Ef þú ert ekki viss er gott að skoða pakkningarnar nánar, oftast er tekið fram ef kremið gefur samstundis leiðbeinandi lit (e. instant colour).

Rétta blandan – Prófaðu þig áfram og gerðu tilraunir með misumandi vörur fyrir mismunandi hluta líkamans. Stundum geta til dæmis fótleggirnir verið óskiljanlega slakir við að taka lit, þannig að þú gætir reynt að nota dekkra krem á leggina en þú myndir kjósa að nota annarsstaðar á líkamann. Face Tanner Luxe kremið frá Xen-Tan er einnig sérstaklega ætlað fyrir andlitið og gefur geislandi ljóma ásamt því að gefa húðinni góðan olíulausan raka.
Gott Ráð – til þess að halda hanskanum þínum í sem bestu ástandi sem lengst er gott að þrífa hann með sápu og heitu vatni eftir notkun og leyfa honum að þorna.

Að ná fram hinum fullkomna lit

Fótleggir og fætur - Byrjið á að nota bómullarpúða eða farðasvamp til þess að bera á svæðið í kringum tærnar til þess að fá fallega áferð. Til þess að forðast umtöluð litaummerki í kringum erfið svæði forðist að bera of mikið krem á milli tánna og í kringum táneglurnar. Nuddið vel og varfærnislega kreminu í kringum hælinn og í átt að undirfleti fótanna. Haldið svo áfram og berið krem á neðri legginn í hringlaga hreyfingum. Jafnið kremið út í átt að hnjánum og haldið svo áfram hringlaga hreyfingum upp lærið.

Bringa og handleggir - Berið hæfilegt magn af kreminu í hringlaga hreyfingu á axlir, bringu, maga og handleggi og eins langt aftur á bak og þið náið á alla vega

Bak - Bakið getur verið erfitt að ná til ef þú hefur ekki einhvern til þess að aðstoða þig, en aðstoðarmaðurinn er óþarfur með þessu ráði sem Xen-Tan hefur þróað á undanförnum árum. Takið um það bil 50 cm af matarfilmu og brjótið hana í tvennt á lengdina. Setjið nú um þrjá dropa af brúnkukreminu eftir strimlinum. Takið í sitt hvorn endann á filmunni og berið yfir bakið og axlirnar. (Á sama hátt og þú myndir þurrka bakið með handklæði). Gott að nota spegil til þess að fylgjast með hvort þú hafir náð að bera krem á allt bakið.

Hendur - Geymdu hendurnar þar til síðast. Þvoðu þær vel með sápu og þurrkaðu vel. Notið svo bómullarpúða til þess að bera hóflegt magn af kremi á handarbakið og minna til þess að bera á milli fingranna og í kringum neglurnar.

Eftir sjálfbrúnkumeðferð
Þegar þú hefur borið á þig brúnkukremið ætti þér að líða vel. En það eru enn nokkur skref sem gott er að fylgja til þess að tryggja að útkoman verði sem allra best og liturinn haldist enn lengur.

Góð ráð
Forðist að svitna mikið eða fara í sund á meðan brúnkukremið er enn að vinna í húðlitnum
Eftir sturtu eða bað er gott að þerra húðina á léttan og mjúklegan hátt í stað þess að þurrka harkalega til þess að liturinn haldist betur
Forðist mjög heit böð eða potta þar sem heitt vatnið getur orðið til þess að liturinn endist ekki eins lengi
Hverju skal klæðast – vegna þess hversu vel Xen-Tan kremin ilma getur þú borið kremin á þig hvenær sem er, kvölds eða morgna. En það er alltaf gott að reyna eftir bestu getu að klæðast víðari og dekkri fötum þar til kremið er skolað af.

Hversu lengi – Mismunandi vörur hafa mismunandi litatóna, svo það ætti að gefa augaleið að því lengur sem kremið er á húðinni því dekkri verður útkoman. Fyrir bestu útkomuna er ráðlagt að vera með kremið á húðinni í að hámarki átta klukkustundir áður en það er skolað af.

Að þrífa kremið af – Þegar þú hefur náð þeim lit sem þú sóttist eftir er ráðlagt að skola kremið og um leið leiðbeinandi litinn af undir heitu vatni.

Gerðu litinn endingarmeiri – Xen-Tan líkamsskrúbburinn hefur létta og ekki of grófa áferð sem mýkir og sléttir húðina einstaklega vel. Að nota skrúbb reglulega hjálpar til við að viðhalda fallega brúna litnum enn lengur. Transform Luxe kremið frá Xen-Tan, sem byggir upp fallega brúnan lit smátt og smátt hentar einnig vel til þess að viðhalda fallegri brúnku. Það má nota daglega líkt og öll rakakrem fyrir líkama. Transform Luxe er fullt af nærandi og rakagefandi innihaldsefnum sem dekra við húðina og tryggja að fallegi brúni liturinn haldist sem lengst og dofni jafn