MYSTIM His Ringness Earl Polished & Engraved - Limahringur úr stáli (55mm)

8.199 kr

Hágæða mynstraður limahringur úr stáli. Þessi hringur er 55 millimetrar, fægður og með hauskúpumynstri.

Mystim limahringir eru úr 100% ryðfríu skurðstofustáli. Þeir eru ekki aðeins erótískir skartgripir, heldur hjálpa þeir einnig við að auka næmni og halda reisn á meðan leikar standa yfir.

MIKILVÆGT: FARÐU VANDLEGA EFTIR RÁÐLEGGINGUM UM NOTKUN

Setjið hringinn aldrei á ykkur á meðan limurinn er í reisn. Byrjið á því að setja hvort eistað um sig í gegnum hringinn, og potið slökum limnum síðast í gegn. Aldrei nota hringinn lengur enn hálftíma í senn. Notið olíu eða sleipiefni til að ná honum aftur af.

Það er nauðsynlegt að sjá til þess að hringurinn passi, til að hann sé þægilegur og virki sem skyldi. Sé hann of stór, virkar hann ekki og gæti jafnvel dottið af. Sé hann of lítill, gæti hann leitt til meiðsla. Þessvegna er afar mikilvægt að hann passi þétt á, en að það sé hvorki óþægilegt né sársaukafullt að vera með hann.

Leitaðu strax til læknis ef þú nærð honum ekki af og aldrei sofna með hann á þér.

Til að mæla rétta stærð er best að vefja óteygjanlegt band utan um rótina á limnum og pungnum samtímis, á þann hátt að endarnir mætist ofan á limnum á þér, þétt upp við líkamann. Hafðu bandið þétt en ekki óþægilegt. Merktu bandið báðu megin þar sem endarnir mætast. Mældu lengdina á milli merkinganna á bandinu í millimetrum (mm) og deildu í hana með tölunni pí (3,14), til að finna hvert þvermál hringsins skuli vera. Mælt er með að endurtaka mælinguna á nokkrum dögum og mismunandi tímum, þar sem að stærð og blóðfylling kynfæranna getur verið breytileg.

Veldu frekar of stóran, en of lítinn hring ef þú ert byrjandi í að nota limahringi úr stáli.

Þvermál: 55 mm
Breidd: 1,5 cm