Uppselt!

Bio-Kult Candea gegn sveppasýkingu

2.560 kr

This product is sold out

Bio kult er öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu í meltingarvegi kvenna og karla. Sveppasýking getur komið fram með ólíkum hætti ss. munnangur, fæðuóþol, pirringur og skapsveiflum, þreytu, brjóstsviða, verki í liðum, migreni eða húðvandamál. Góð vörn gegn sveppasýkingu á viðkvæðum svæðum hjá konum.

Öruggt og hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Innihald hylkjanna er öflug blanda af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract.

Magn: 60 stk.

Bio-Kult fyrirbyggjandi: 2 hylki á dag (1 hylki tvisvar á dag)

Ef Candida sýkingin hefur þegar blossað upp þá er í lagi að taka 2 hylki tvisvar á dag.

Vöruna er óhætt að nota fyrir börn. Þá er gott að taka hylkið í sundur og setja í mat. Einnig óhætt fyrir barnshafandi og mjólkandi.

Allir mæla með notkun á Bio-Kult Candéa þar sem vinveittir gerlar eru mjög öflug vörn gegn Candida sveppasýkingu. Þegar ójafnvægi kemst á þarmaflóruna þá getur Candida sveppasýkingin blossað upp með ótrúlegum krafti og óþægindum sem fylgja því. Einkennin geta verið ýmis ss. kláði á kynfærasvæði, fæðuóþol, húðóþægindi, pirringur og skapsveiflur ofl.

Ítarlegar upplýsingar fylgja í íslenskum bæklingi.

Nokkur ummmæli frá þeim sama hafa notað Bio-Kult:

 

"Ég hef verið með króníska sveppasýkingu og gat aldrei farið í bað með sápu.

Ef ég var á sýklalyfjum þá fékk ég alltaf sveppasýkingu sem leiddi til þess að viðkvæmt svæði rifnaði og blæddi úr. Núna er ég á sýklalyfjakúr og eftir að ég tók aðeins 7 hylki af Bio-Kult Candéa þá hef ekki fengið neina sveppasýkingu meðan á sýklalyfjakúrnum stendur. Ég er ótrúlega ánægð því ekkert annað hefur vikrað fyrir mig. Eftir að ég prófaði Bio-Kult Candéa hylkin, þá get ég farið í bað og þvegið mér með sápu, tekið sterk sýklalyf og verið án sveppasýkingar!  Ég hef beðið eftir þessu í mörg ár og liðið illa út af því, ég gat ekki einu sinni stundað kynlíf án þess að fá sýkingu! Núna hef ég ekki fengið nein óþægindi síðan ég byrjaði að taka Bio-Kult Candéa hylkin.  Ég get lifað eðlilegu lífi án sveppasýkingar! Þökk sé Bio-Kult Candéa " - Jóna S. Kristinsdóttir -

"Þegar ég áttaði mig á því að ég fékk ekki kláða og pirring þegar ég var á sýklalyfjakúr, blæðingum eða eftir samfarir eins og ég var vön, og það eina sem ég hafði breytt út af vananum með var að nota hylkin frá Bio-Kult Candéa, varð ég himinlifandi. Venjulega þegar ég hef ég verið á sýklalyfjakúr hef ég tekið inn margfalda skammta af mjólkursýrugerlum (acidophilus), en það virkar miklu betur fyrir mig að nota Bio-Kult Candéa hylkin. Ég er mjög ánægð með árangurinn af Bio-Kult Candéa. " - Kolbrún Hlín -

"Mig langar að deila þessari sögu með ykkur og ég mun einnig nota tækifærið næst þegar ég fer í læknisheimsókn og segja frá minni reynslu. Ég hef þjáðst af sveppasýkingu á kynfærasvæði í mörg ár,svo svæsinni sýkingu og með miklum kláða að ég hef oftast klórað mig til blóðs. Ég hef farið til kvensjúkdómalæknis og fengið ýmsar tegundir af kremum sem virka eitt augnablik og svo er allt komið í sama farið, jafnvel versnar kláðinn ef eitthvað er. Ég hef fengið sterkan kúr af lyfjum til að vinna á sveppasýkingunni, verið í meðferð sem tók 4 mánuði tvisvar en ekkert dugði til. Eftir að ég prófaði einn mánaðarskammt af Bio-Kult Candéa, þá hef ég fundið mjög góða breytingu!  "

Þrátt fyrir óreglulega inntöku hylkjanna, þá lét árangurinn ekki á sér standa. Ég fann fljótlega að Bio-Kult Candéa sló á sveppasýkinguna en núna er ég nánast orðin góð. Þó hafa blæðingar komið inn í tímabilið en kláðinn hefur samt minnkað. Ég hef aðeins tekið tvö hylki á dag og er árangurinn fyrir mig alveg ótrúlegur miðað við mína sjúkdómssögu. Ég vil bara þakka fyrir að varan sé loksins fáanleg og er í raun algjör snilld!  Ég hef verið dugleg að segja mínum vinkonum frá Bio-Kult Candéa hylkjunum, sem ég veit að eiga sömu vandamál. Kærar þakkir og kveðja," - Guðrún - 47 ára.

"Loksins fann ég það sem virkaði gegn sveppasýkingu! Mig langar að segja ykkur frá því hvernig ég náði bata á mjög hvimleiðu vandamáli sem ég hef verið að berjast við undanfarin ár.
Fyrir 14 árum fékk ég sveppasýkingu eftir sýklalyfjakúr og í kjölfarið fékk ég síendurteknar sýkingar.  Ég hef prófað allt til að losna við sveppasýkinguna allt frá grasalækningum til lyfseðilsskyldra lyfja til að drepa niður þennan ófögnuð en ekkert hefur virkað. Ég minnkaði líka mjög neyslu á einföldum kolvetnum en það hafði ekkert að segja. Tímabilið í kringum blæðingar var algjör hryllingur, stanslaus sviði og vanlíðan, löngun til kynlífs var alveg horfin og ég var orðin mjög þunglynd. En eftir að ég hóf að taka inn Bio Cult Candéa hylkin hefur líf mitt tekið stórkostlegum breytingum. Ég er algjörlega laus við sviða og kláða og önnur óþægindi sem fylgja sveppasýkingu!  Ég mæli hiklaust með Bio Cult Candéa hylkjunum. Þau hafa gjörbreytt lífi mínu." - Unnur G. -

„Í langan tíma hef ég verið að kljást við særindi í munni vegna Candida sveppasýkingar. Ég gat um tíma haldið mér góðri með því að drekka AB mjólk, en það var hætt að virka og því þurfti ég að leita annara ráða. Ég byrjaði á Bio-Kult Candéa hylkjunum fyrir aðeins 3 vikum og  mig er hætt að klæja hér og þar um líkamann og nú get ég sett upp í mig allan mat án þess að logsvíða í munninn! Ég er rosalega ánægð með árangurinn af Bio-Kult Candéa hylkjunum og ég ætla að halda áfram á þeim, þannig held ég Candida sveppasýkingunni frá. " - Ólöf Lóa Jónsdóttir -