SKILMÁLAR

Kæri notandi,

Hér getur þú lesið upplýsingar um ýmsa þætti sem skipta máli þegar verslað er á netinu. Meyja.is leggur mikinn metnað í að bjóða úrvals þjónustu og vera með allar okkar vörur til á lager.


ÖRYGGI

Það er 100% öruggt að versla á Meyja.is
Til að koma í veg fyrir misnotkun kortanúmera þegar verslað er á netinu og varna því að utanaðkomandi geti komist yfir númerin hafa ýmis öflug öryggiskerfi verið hönnuð. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. Ógjörningur er fyrir utanaðkomandi aðila að nálgast þessar upplýsingar. Sá sem verslar í því umhverfi má vera 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.


GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Við tökum við Visa og Matercard greiðslukortum.


AFGREIÐSLA

Það tekur venjulega 1-2 virka daga að koma pakka til skila eftir að pöntun er póstlögð.
Ef vara er uppseld og kemur ekki aftur í sölu fljótlega látum við vita af því eins fljótt og mögulegt er og endurgreiðum kaupanda að fullu.

SKILARÉTTUR

Almennur skilafrestur á vörum í verslun Meyja.is eru 30 dagar, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hægt er að skila vöru gegn framvísun reiknings og fær viðkomandi inneignarnótu í verslun Meyja.is.
Ef varan er vitlaust afgreidd borgar Meyja.is sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda.
Endilega hjálpaðu okkur að gera Meyja.is enn betri með því að skrifa umsagnir við vörurnar okkar. Einnig hvetjum við viðskiptavini okkar til að nota "deila á Facebook" og "senda vini" takkana sem staðsettir eru við hverja vöru og gefa þeim möguleika að senda vinum/ vinkonum þeirra ábendingu um vörur á Meyja.is.

Kærar þakkir og takk fyrir að heimsækja Meyja.is