Vorið er að koma... bjóðum 25% og 50% afslátt

Með hækkandi sól byrjar fengitíminn hjá okkur mannfólkinu. Hjartað byrjar að slá örar og stundum er eins og heilabúið hafi sigið úr höfðinu og alla leið niður á milli fótanna! Aftur kviknar í gömlum glæðum og einhleypir byrja að svipast um. 

Veturinn hefur verið eins og að búa í snjókúlu sem bara hættir ekki að hristast! En öll veður styttir upp um síðir, birtan sigrar myrkrið og brátt fer sólin að skína á ný.

Af því tilefni viljum við bjóða viðskiptavinum Meyjunnar 25% til 50% afslátt af völdum vörum og vörulínum.

Við rýmum með 50% afslætti. Um er að ræða restar og síðustu eintök - fyrstur kemur fyrstur fær!

Við bjóðum vandaðar og fallegar vörulínur á 25% afslætti.

Til viðbótar höfum við fengið nýjar og spennandi vörur.

Verið velkomin,

kær kveðja Meyjan.