BodyGliss

Á Íslandi höfum við alltaf þurft að halda hita á hvert öðru yfir dimmustu og köldustu mánuðina, sem nú fara í hönd. Til að gera það enn skemmtilegra býður Meyjan upp á splunkunýtt merki með sleipiefnum og nuddolíum frá BodyGliss í Hollandi.

Um er að ræða þrjár línur:

- Erotic Collection sem eru sleipiefni og örvandi gel

- Care & Comfort sleipiefni fyrir dömur sem glíma við þurrk eða viðkvæma slímhúð

- Massage Collection sem eru nuddolíur með sex tegundum af ilmi

Varan kemur í fallegum og þægilegum umbúðum með dælu. Það er því engin ástæða til að eiga sleipiefni og nuddolíur í ljótum, óþægilegum og klístruðum umbúðum lengur!

Einnig falleg sem gjafavara.