Dagur íslenskrar tungu hjá Meyjunni

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, hefur Meyjan ákveðið að notast við íslensku í vörulýsingum - og eftir því sem mögulegt er - á vefsíðunni.

Fjöldi vörutegunda í vöruflokki unaðsvara gengur undir þekktum erlendum orðum. Ef að vel er að gáð, má finna djörf og skemmtileg íslensk orð til að lýsa þessum sömu vörum - eða nota hugmyndaflugið við að smíða ný, upp úr þeim grunni sem þegar er til staðar í tungumálinu.

Gerður er sá fyrirvari að einstaka orð gætu verið erfið í þýðingu. Sum orð hafa fest sig svo vandlega í tungumálinu og almennri notkun, að örðugt er um vik að finna/skapa lýsandi orð, eða gera breytingar, svo að vel fari. Meyjan gerir ráð fyrir að það taki einhvern tíma að koma þessu verkefni á leiðarenda, þar sem að um fjölda vara - og í sumum tilfellum umtalsverðan texta - er að ræða.

Áhugamenn, sem og sérfróðir um íslenska tungu, geta sent athugasemdir á meyja@meyja.is.