Nokkur vinsælustu og bestu unaðstækin árið 2020

Árlega taka erlend tímarit og bloggarar saman bestu unaðstækin, og gefa þeim einkunnir. Það ætti ekki að koma á óvart að sænski framleiðandinn LELO á mörg tæki á meðal þeirra sem metin eru hvað best og vinsælust á árinu. Meyjan er með sum þessara tækja á boðstólnum. Smellið á myndirnar til að skoða þau nánar.

Eva II, paratitrari frá Dame Products

Þetta unaðstæki fær frábærar umsagnir hjá flestum á árinu.

„Eva er uppfinning tveggja kvenna sem eiga fyrirtækið Dame Products. Takið eftir að þetta er *fyrsti* utanáliggjandi paratitrarinn sem þarf hvorki að halda á, né ólar til að halda honum á sínum stað.  Eva er gerður úr dúnmjúku sílikoni, með sveigjanlegum vængjum sem er smeygt á milli innri og ytri skapabarmanna. Þannig helst hann á sínum stað og örvar snípinn á meðan að á samförum stendur eða við einleik.“ - Polly Rodriguez, Marie Claire.

Women'sHealth setti Eva tækið í 5. sætið á árinu yfir öll tæki. „Þetta krúttlega tæki er hannað með pör í huga. Það er lítið og nett, létt og auðvelt í notkun. Tilfinningin fyrir konuna er svipuð og þegar notast er við limahring með titrara sem örvar snípinn, nema konan ber hann í staðinn sem er einfaldara. Tækið er vatnshelt sem leyfir fjölbreyttari notkun.“

Cosmopolitan valdi þennan paratitrara þann besta á árinu, en þó með þeim fyrirvara að hann gæti passað sumum konum illa, t.d. ef ytri kynfæri þeirra eru mjög ósamhverf eða skapabarmarnir mjög þunnir eða smáir, þar sem að armarnir á tækinu þurfa að skorðast á milli ytri og innri barmanna.

SONA CRUISE, sogtæki frá LELO

SONA hefur verið mjög vinsælt hjá Meyjunni, en komin er uppfærð útgáfa af tækinu sem heitir SONA CRUISE, sem er enn kraftmeira og með sjálfsstýringu (e. Cruise Control). Það er væntanlegt. SONA CRUISE frá LELO, ásamt Eva II frá Dame Products, eru þau tæki sem nánast undantekningarlaust verma efstu sætin yfir vinsælustu og bestu unaðstæki ársins hjá tímaritum á netinu. Cosmopolitan setti tækið í 1. sæti, Rolling Stone í 5. sæti og Marie Claire valdi það eitt af bestu tækjunum, svo að einhver tímarit séu nefnd.

 

 

 

Pro 2 Air Pulse Stimulator, sogtæki frá Satisfyer

Þetta tæki er metið eitt besta og vinsælasta tæki ársins hjá flestum bloggurum og tímaritum erlendis. Það hefur ekki fengist hjá okkur á síðustu misserum, vegna þess að það er stöðugt uppselt hjá birgjum og erfitt að ná í það - en það er komið! Tækið er líka öflugt, nett og á mjög viðráðanlegu verði. Í millitíðinni hafa komið önnur falleg og vinsæl sogtæki frá Satisfyer, en Pro 2 Pulse Stimulator virðist ætla að verða klassík frá þessum framleiðanda.

 

TOR 2 frá LELO - Limahringur með titrara fyrir pör

„Þetta tæki er það fyrsta sem ég mæli með fyrir pör sem vilja njóta þess að nota unaðstæki saman. Þessi titrandi limahringur herðir liminn, gerir hann næmari fyrir snertingu og eykur kraftinn í fullnægingu karlmannsins. Samtímis örvar hann sníp konunnar. Þetta leikfang er lýsandi fyrir að „koma saman“ (ef þið skiljið húmorinn).“ - L.M., Marie Claire.

Tímaritið Rolling Stone skipaði TOR 2 í 6. sæti yfir bestu unaðsleikföng ársins. „Þessi titrandi limahringur eykur unað beggja. Með sex mismunandi stillingum og þéttu (en ekki of þröngu) gripi, stjórnar hann mjúklega fullnægingu karlmannsins, og tryggir þannig meira úthald. Hann er alveg vatnsheldur líka til að nota í sturtu eða heita pottinum.“

GQ valdi TOR 2 besta limahringinn á árinu og Men'sHealth setti tækið í 6. sæti yfir bestu tækin á árinu.

IDA, fjarstýrður paratitrari frá LELO

„Ida er eins og limahringur fyrir konur: Þú stingur honum inn í leggöngin, og þegar karlmaðurinn hreyfir sig inn í þér, þá fáið þið bæði örvun með titringi. Mjúk og handhæg fjarstýring gerir stjórnunina á tækinu líka mjög auðvelda.“ -Women'sHealth, sem setti tækið í 6. sæti yfir öll unaðstæki á árinu.

 

Greedy Girl G-Spot Rabbit,  sígildur Kanínutitrari frá Fifty Shades Of Grey

„Greedy Girl kanínutitrarinn er líklega einn albesti titrari sinnar tegundar með tilliti til verðs. Hann er með tveimur mjög kraftmiklum sjálfstæðum mótorum, 12 titringsmynstur og þrjú til viðbótar í kanínueyrunum. Hann hefur verið framleiddur frá upphafi hjá Fifty Shades Of Grey merkinu, en hann er bara svo fjári vel heppnaður að hann selst ennþá eins og heitar lummur. Vonum að þeir hætti aldrei með hann, allavega ekki næstu áratugina.“ - Umsögn Cosmopolitan 

 

ORA 3, tungutæki frá LELO

„Þetta undursamlega tæki líkir eftir munnmökum, sem veitir sumum konum hámarksánægju. Það er með mjög þægilegum, mjúkum tungubroddi sem hreyfist upp og niður, í hringi og titrar. Þú getur stillt hraðann og ákafann á „munnmökunum“ sem þú veitir sjálfri þér, án þess að þurfa að gefa leiðbeiningar! Þessir eiginleikar gera tækið enn betra en alvöru munnmök fyrir margar konur.“ - Laurie Mintz, Marie Claire.

 Mia 2 frá LELO - Lítill ferðatitrari

„Fullkominn ferðafélagi. Þennan smáa en knáa titrara er hægt að taka með sér hvert sem er svo að lítið beri á. Auðveldur að geyma á náttborðinu af því að þó hann sé fyrirferðarlítill, þá veitir hann stórkostlegan unað! Hann er meðfærilegur og auðveldur í notkun bæði með félaga eða við einleik - og ekki síður við samfarir.“ - L.M., Marie Claire

 

 


GIGI 2 frá LELO - Sveigður titrari fyrir sníp og G-blettinn

„Gigi er með virkilega góða lögun sem leyfir notandanum að miða flötum endanum á snípinn eða þegar honum er stungið inn í leggöngin, nýta sveigða lögunina til að hitta beint á G-blettinn. Hann er nettur en ekki of lítill og passar vel í hendi. Ég mæli stöðugt með honum.“ —C.Q., Marie Claire.

Riley Reid Utopia frá FLESHLIGHT - Píka

Bandaríski framleiðandinn FLESHLIGHT, ásamt japanska framleiðandanum TENGA hafa almennt verið metnir bestu framleiðendur í píkum og múffum á þessu ári. FLESHLIGHT framleiðir svokallaða stúlknaseríu af píkum sem gerðar eru eftir þekktum klámstjörnum og glamor módelum. Riley Reid Utopia og Stoya Destroya hafa fengið hæstu meðmæli á árinu 2020 úr stúlknaseríu fyrirtækisins. Riley hefur verið vinsæl hjá okkur og við höfum nú fengið Stoya Destroya, vinsælustu píku úr stúlknaseríu fyrirtækisins frá upphafi.