Bætt þjónusta Meyjunnar!

Meyjan hefur gert fáeinar breytingar og býður upp á bætta þjónustu.

- Nú er hægt að velja að sækja pöntun endurgjaldslaust (Pick Up) að Hverfisgötu 94, 101 Reykjavík. Það sparar bið og sendingarkostnað á Höfuðborgarsvæðinu. Opið verður til að sækja, alla virka daga á milli kl. 10 - 16. Pantanir fyrir meira en kr. 15.000 er hægt að fá afhentar utan afgreiðslutíma, eftir nánara samkomulagi fyrirfram.

- Allar pantanir yfir kr. 15.000 eru án sendingarkostnaðar.

- Nú má velja um fjóra mismunandi greiðslumöguleika. Greiðslukort (Rapyd), Netgíró, Pei og bankamillifærslu.

- Meyjan vill bjóða viðskiptavinum að hafa samband fyrir sérpantanir eða óskir um vöruúrval. Verið velkomin að hafa samband við meyja@meyja.is og hún mun reyna að verða við því.